Thursday, February 14, 2008

Stutt færsla

Vildi bara láta aðdáendur síðunnar að við erum ekki búnir að taka myndir af íbúðinni eftir breytingarnar en látum af því verða um helgina.

Svo er hér smá listi yfir sumt af því hér í Hollandi sem ólíkt er því sem maður á að venjast:
1. Hollendingar ganga á skóm inni. Sennilega gengur barnið á hæðinni fyrir ofan um á gömlum tréklossum. Eins og Íslendingum sæmir förum við úr skónum hér heima og nágrannarnir í stigahúsinu urðu varir við þetta og sáu ástæðu til að spyrja sérstaklega út í þennan furðulega sið.
2. Hollensk klósett eru með stóra plötu ofarlega og aftan til í klósettinu svo að unnt sé að grandskoða hægðir og til að hindra að vatn skvettist upp þegar maður þú veist hvað.
3. Það þarf að panta tíma fyrir alls konar hluti - t.d. ef maður ætlar að stofna bankareikning eða fá að sækja skjal með kennitölunni sinni.
4. Ekki er hægt að kaupa Serjós í Hollandi nema í amerísku búðinni.
5. Ekki þarf að taka lán í banka (eins og á Íslandi) þegar maður kaupir kjúklingabringur.
6. Hér eiga allir að vera með heimilislækni annars er líklegt að einhver skrifstofublók einhvers staðar froðufelli.
7. Ungir hollenskir karlmenn nota mikið gel í hárið.
8. Stundum sést svo hávaxið fólk að það ber sig illa. Ein kenningin er sú að Hollendingar hafi verið aldir á sterakjöti.
Meira seinna.

Kveðja, Pétur.

1 comment:

Anonymous said...

Þessi færsla var algjörlega nauðsynleg. Mér finnst ég hafa upplifað margt af þessum lista með ykkur. Við þurfum klárlega að fara vinna í lengri lista svo ég hafi meiri ástæðu til þess að heimsækja ykkur.
Gulli