Það hefur verið mikið að gera í vinnunni undanfarna daga. Það hittist þannig á að á mér lenti hellingur af sýnum og í kvöld varð ég að vinna til hálf ellefu til að ná að vinna þetta niður. Af tilfellum sem ég hef séð á síðustu dögum eru sortuæxli, ristilæxli, lungnaæxli, brjóstaæxli, vangakirtilsæxli, tunguæxli, húðæxli, hóstarkirtilsæxli, fylgjur, leggangabelgur, lifrarsýni, ristill með sárum, hellingur af fæðingarblettum og margt fleira smálegt.
Kveðja, Pétur.
Wednesday, February 27, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Hljómar spennandi. Greinilega fjölbreytni í gangi. Eitthvað annað en þessi endalausu hökkuðu leg sem lentu á borðinu hjá þér heima :-)
kv
Kolla
Pétur loksins laus við leghakkið!!!! Til hamingju
Post a Comment