Monday, May 19, 2008

Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva

Í dag spurði ég einn meinatækninn hvort til stæði að fylgjast með Eurovision. Hún er um það bil 25 ára. Það kom mér á óvart að hún vissi ekki hvað Eurovision var og þegar ég sagði henni að það væri söngvakeppni milli Evrópulanda sagðist hún ekki hafa fylgst með þessu. Þetta var mjög skrýtið. Ég ætla að gera frekari stikkprufur í vinnunni á næstu dögum hvað varðar Eurovisionáhuga.
Kveðja, Pétur.

3 comments:

Unknown said...

Ég get ekki sagt að ég hafi fylgst með keppninni. En ég sá Írska lagið áðan og djöfull var það lélegt! Írar hafa oftast verið sterkir, en þeir eru algjörlega að missa sig í þetta sinn.

Anonymous said...

Hmmmm.... ég kannast við þetta vandamál. Louise danska var stödd á Íslandi þegar Olsen-bræður unnu og hún hafði varla heyrt um þessa keppni og reyndar heldur ekki um Olsen-bræður. En hún var samt svakaánægð með sigurinn...
Það er merkilegt hvað þessir non-íslensku Evrópubúar eru illa upplýstir! :)
Kv.
Sigurdís

Anonymous said...

Ég spái að Írar rústi þessu,... rammfalskur tuskukalkúnn í glamúr-innkaupakerru með klósettsetu sem sætisbak!!! það bara getur ekki klikkað,... kalkúnninn fretaði meira að segja í laginu (1:51)
http://youtube.com/watch?v=-kNloytljOo&feature=related