Thursday, July 17, 2008

Harði diskurinn ónýtur

Þá er það komið á hreint. Harði diskurinn er ónýtur og nýr verður settur í tölvuna, móðurborðið er í lagi. Tölvugaurinn hafði ekki séð svona tilfelli áður. Ég útskýrði fyrir honum hvað hefði gerst og hann taldi líklegast að sökudólgurinn væri forritið Paralell desktop, forrit sem keyrir Windows á Makka - slegið hefði í brýnu milli þessara tveggja tölvuheima. Sem betur fer vorum við Ásgeir með nýleg afrit af öllum ljósmyndum og allri tónlist auk þess sem ég hafði kvöldið áður tekið afrit af öllum ristilgögnum. Það sem tapast eru hlutir sem ágætt var að vera með, t.d. Microsoft-pakkinn (þurfum að redda honum upp á nýtt) og hin og þessi skjöl og gögn, t.d. heimilisbókhaldið. Mér var sagt að það myndi kosta stórfé að fá einhvern til að bjarga gögnum af harða disknum.
Mig langar til að ráðleggja öllum að taka reglulega afrit af tölvugögnum.

No comments: