Wednesday, July 16, 2008

Tölvan ónýt?

Makkinn neitar að fara í gang eftir að hafa frosið í gærkvöldi. Þetta var óneitanlega svolítið áfall. Það eina sem gaurinn í tölvubúðinni sagði var að ástandið væri slæmt en vissi lítið um málið og benti mér á að fara með tölvuna á verkstæðið á morgun. Það er dæmigert að þetta árans tölvudrasl virki ekki þegar maður þarf mest á því að halda - aðeins mánuður í skiladag mastersritgerðarinnar. Sem betur fer tapaðist engin vinna þar sem ég hafði afritað allt ristildótið daginn áður og sem betur fer var Ásgeir nýlega búinn að taka afrit af öllum myndum. Eftir situr spurningin um hitt og þetta sem var í tölvunni og væri leiðinlegt að missa. Móðurborðið er víst ónýtt en vonandi hafa gögnin í tölvunni haldist heil. Þetta setur smá strik í reikninginn varðandi vinnuhraða á komandi dögum. Ég hef sem betur fer gamla PC-fartölvu sem ég get notað.

Kveðja, Pétur.

No comments: