Sunday, July 13, 2008

Á kafi í rannsóknarverkefni

Hef setið hér við tölvuna alla helgina og velt fyrir mér tölfræði, faraldsfræði og framsetningu gagna. Verkefnið silast áfram, gengur ágætlega. Gott kaffi ásamt góðri tónlist og fallegu útsýni út um gluggann gerir þetta sæmilega notalegt. Borðstofuborðið er orðið að tölvuveri; hér eru tvær tölvur á borðinu, ein fyrir tölfræðiforritið og hin fyrir ritvinnslu og síðan er pappír í kring í bunkum. Skilafresturinn er um miðjan ágúst. Á þeim tíma verð ég í fullri vinnu þannig að ég verð að nýta helgar og kvöld vel. Jæja, best að fara aftur í verkefnið.
Kveðja, Pétur.

No comments: