Ég er búinn að kaupa flugmiða til Íslands um jólin, náði að kría út 2 vikna frí og kem 21. desember. Ég keypti flugmiða með flugpunktum. Það er ekki í frásögur færandi nema að flugvallarskattar, eldsneytisgjald og skráningargjald var nærri 25.000 krónur!
Við Ásgeir ætlum að dvelja í Arnhem næstu helgi, lítilli borg fyrir sunnan Amsterdam. Þar æfir dansflokkurinn hans Ásgeirs og við verðum með herbergi í íbúð dansflokksins. Á hverjum degi förum við Ásgeir hvor í sína áttina til vinnu, ég í norður til Alkmaar og hann í suður til Arnhem. Ferðalagið tekur mig um klukkutíma og 10 mínútur. Mér líka vel að sitja í lestinni og lesa eitthvað. Ég er farinn að lesa hollensku blöðin. Icesave-reikningarnir voru á forsíðu blaðanna í dag því enn berast fréttir af tapi sveitarfélaga og halda menn að þar séu ekki enn komin öll kurl til grafar. Maður spyr sig óneitanlega hvað varð um alla þessa peninga sem lagðir voru inn á Icesave-reikningana. Fór þetta allt í einhverjar fjárfestingar einhvers staðar í útlöndum, fjárfestingar sem nú eru lítils virði? Og nú þarf íslenska ríkið (þ.e. Íslendingar) að borga hollenskum almenningi tapið. Annars eru Hollendingar bara rólegir yfir þessu og ég verð ekki var við neitt eins og virðist hafa átt sér stað í Bretlandi.
Thursday, October 16, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment