Sunday, October 12, 2008

Tónleikar með Emiliönu Torrini

Við Ásgeir vorum áðan á tónleikum með Emiliönu Torrini sem hún hélt í aflagðri kirkju nálægt miðbænum. Ásgeir var búinn að kaupa miða á tónleikana og ég mátti ekkert vita fyrr en við vorum komnir á staðinn. Tónleikarnir voru auðvitað mjög skemmtilegir og Emilíana á sér marga aðdáendur greinilega. Enginn aðsúgur var gerður að okkur Íslendingum þrátt fyrir Icesave-vandamálið og íslensku fjármálakreppuna sem hefur verið á allra vörum hér undanfarið. Hollendingar virðast frekar rólegir yfir þessu öllu þó að fólki með Icesave-reikninga hafi brugðið.
Mér líkar vel á nýja spítalanum í Alkmaar, hann minnir óneytanlega á LSH, er svipaður að stærð (aðeins minni) og stemmningin í meinafræðinni góð.
Þetta blogg átti að vera lengra en klukkan er orðin allt of margt. Kveðja, Pétur.

No comments: