Ég er búinn að komast að því að ég get ekki gert þessa skattskýrslu fyrir 2007 sjálfur. Það er of mikil hætta á að einhver villa verði til tvísköttunar eða slíks og mörgum spurningum er ósvarað sem enginn sem ég þekki kann svar við. Og erfitt er að vinda ofan af slíku. Á föstudaginn var sagði einhver hundleiðinlegur karl hjá skattinum að ég gæti ekki fengið frest. Svo hringdi ég aftur í dag og þá var það hægt, ég þyrfti bara að senda inn beiðni. Nú er bara að vona að ég fái frestinn. Í sambandi við óskilvirka skriffinsku er skattskýrslan sem ég þarf að fylla út aðeins til á pappírsformi og það tekur 6-8 vikur að fá nýja skýrslu en ég óskaði eftir því þar sem ég hef fyllt upprunaleug skýrsluna að hluta vitlaust út.
Annars var verst að komast að því að ég hefði e.t.v. getað sleppt því að senda inn skattskýrslu til að byrja með þar sem ég vinn á sjúkrahúsi og borga skatt strax. Nú er skatturinn hins vegar búinn að vasast í þessu og þá verður ekki aftur snúið.
Xavier var í heimsókn hjá okkur um helgina. Það var mjög gaman að fá hann í heimsókn. Við skoðuðum aðeins borgina og næturlífið.
Svo var enn einn langi vinnudagurinn í dag, var að til klukkan 22.
Kveðja, Pétur.
Tuesday, October 28, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment