Saturday, March 15, 2008

Hvað er að frétta?

Það er nú ekki mikið. Ég hef verið með krufningar þessa vikuna. Í dag sit ég hér og vinn í ristilverkefninu, straujaði áðan skyrtur og þvoði þvott. Svo tókst mér að gleyma pasta á eldavélinni í hádeginu, allt vatnið gufaði upp úr pottinum og þetta var á góðri leið með að brenna. Ég er á bakvakt þessa helgi þannig að allt verður í rólegum gír (svo fremi sem ég læt ekki kvikna í). Á frönsku svölunum hanga blómapottar með túlípönum sem Ásgeir plantaði. Þeir stækka með hverjum deginum og springa von bráðar út. Þá verða íslenskir fánalitir hjá okkur.

Ásgeir er kominn með herbergi í Barcelona. Hann leigir hjá tveimur strákum frá Suður-Ameríku. Þeir eiga ofnæmisvaldandi kött. Það eru hlýindi í Barcelona og Ásgeir fór á ströndina. Mestur tími fer þó í vinnuna sem er krefjandi því að stutt er í fyrstu sýningu og margt að læra og ná tökum á.

Jæja, nú ætla ég að fara út í búð og kaupa í matinn.
Kveðja, Pétur.

No comments: