Sunday, March 9, 2008

Ásgeir í BCN

Ásgeir ferðaðist fór til Barcelona í morgun. Ekki er komið á hreint hvar Ásgeir verður en hann verður til að byrja með hjá Xavier. Ég sit hér í sófanum og sinni ristilverkefninu óendanlega en ég ætla að reyna að koma því verkefni frá mér sem fyrst. Vonandi verða páskarnir drjúgir hvað þá vinnu varðar. Fyrir liggur að venjast því að vera einn hér í Amsterdam. Einn liðurinn í því er að fara á tónleika í kvöld. Íslenska hljómsveitin Múm ætlar að stíga á stokk og það verður gaman að sjá. Ég fer bæði með Íslendingum og Frökkum sem við Ásgeir þekkjum hér. Ég hef ekki verið í krufningum síðastliðinn einn og hálfan mánuð en byrja á morgun aftur að gera krufningar og stendur það yfir næstu þrjár vikur. Svo get ég hlakkað til þess að fara til Spánar og hitta Ásgeir enda ódýrt og auðvelt að fljúga frá Amsterdam þangað.
Kveðja, Pétur.

1 comment:

Anonymous said...

saaaaaaaaakna thíííííín

ást og kossar
ásgeir