Wednesday, March 26, 2008

Tónlist í vinnunni

Að lokinni þessari viku klára ég krufningatörnina og fer í hina venjubundnu vinnu. Ýmislegt er lýtur að krufningunum er öðruvísi hér en heima. Sumt mislíkar mér en annað er ágætt og ég hef lært margt nýtt. Eitt af því sem mér finnst þreytandi er að það eru nánast alltaf áhorfendur. Aðra hverja viku eru hér um bil 12 læknanemar og salurinn því fullur af fólki. Ef það eru ekki læknanemar þá eru hjúkrunarfræðingar, löggur, slökkviliðsmenn, starfsfólk af deildinni eða aðrir í kynningu. Í stað þess að geta byrjað vinnuna strax í upphafi vinnudags þarf ég að bíða á meðan læknanemarnir fá klukkutíma kynningu á mánudagsmorgni og aftur þriðjudagsmorgni. Dragist krufning á langinn á þriðjudögum (m.a. vegna læknanemakynningarinnar sem getur dregist fram úr hófi) missi síðan ég af hádegiskennslunni sem við deildarlæknar fáum. Á þriðjudagsmorgnum eru fundir þar sem krufningar síðastliðinnar viku eru ræddar og sýnin skoðuð. Þetta eru fínir fundir - nema þegar læknanemarnir eru viðstaddir og ég sé að hinir deildarlæknarnir nenna síður að mæta þegar læknanemarnir eru á svæðinu. Það er nefnilega þannig að öll umræða fer niður á byrjendastig þegar þeir eru viðstaddir.
Í krufningasalnum eru hljómflutningstæki og í þeim ávallt einn og sami geisladiskurinn sem einn aðstoðarmaðurinn setur í gang þegar hann fer að ganga frá. Mér finnst lagavalið frekar skondið og þar má finna slagara eins og:
http://www.youtube.com/watch?v=zrCuZd9hed0&feature=related
Það er mjög fínt að í meinafræðinni vinna tveir ljósmyndarar og þeir koma um leið og maður vill láta taka mynd af einhverju. Eins er aðstaðan ágæt fyrir utan nokkur smáatriði.
Ásgeir er á fullu að dansa í Barcelona. Senn líður að fyrstu sýningu. Vignir heimsótti hann yfir páskana. Það hefur ekki verið sérlega hlýtt síðustu daga en síðan Ásgeir kom til borgarinnar hefur veður stundum leyft strandferðir. Ég held til Barcelona að heimsækja Ásgeir þarnæstu helgi - gaman, gaman.

Kveðja, Pétur.

3 comments:

Anonymous said...

já!!! gaman gaman

ásgeir

Anonymous said...

ég vil vita hvaða fleiri lög eru á þessum geisladisk, getur maður fengið að vera með í frágangi þarna eftir krufningu, virðist vera fjör...

Gulli

Í Amsturdammi said...

Thad er líka t.d. thetta lag:
http://www.youtube.com/watch?v=IywBXCPDALk