Monday, November 3, 2008

Datt og missti af lestinni

Í morgun var ég tæpur á tíma og þegar ég var kominn upp á adallestarstöd hafdi ég 2-3 mínútur til ad komast í lestina, sem ég vissi ad væri hægt. Ég yrdi adeins ad vera fljótur. Ég hélt á tveimur plastpokum med möppum og pappír sem ég þurfti ad fara med í vinnuna. Ég hljóp eins og fætur togudu, inn gangana, fram hjá fólkinu, upp tröppurnar thar sem sé ég glitta í lestina og ... Í efsta þrepinu skreikadi mér einhvern veginn fótur og ég datt á hlaupunum. Ég hlammadist fram fyrir mig nidur á brautarpallinn, annar pokinn rifnadi og pappír dreifdist um stéttina. Í ofbodi reyni ég ad taka saman pappírinn og næ því mjög fljótlega en í þann mund heyrist flaut og dyrnar á lestinni lokast. Thetta var eiginlega eins og í bíómynd. Ég missti af lestinni.

2 comments:

Anonymous said...

hlátur
sliding doors syndrome
ha ha ha
hjálpaði þér einhver
ég er enn að hlægja

Gulli

Í Amsturdammi said...

Nei, ég fékk enga hjálp. Það voru mjög fáir viðstaddir. Ég sá einhvern horfa forviða á mig úr lestinni og svo var einhver kona rétt hjá mér sem gerði ekki neitt.