Við Ásgeir fórum á Sigurrósartónleika hér í Amsterdam í síðastliðinni viku. Það var húsfyllir í stórum tónleikasal og löngu uppselt. Tónleikarnir voru mjög góðir. Ég hef þrívegis áður séð Sigurrós á tónleikum en ætli þessir hafi ekki verið bestir. Það var reyndar eitthvert hljóðvandamál í byrjun, hollenski hljóðmaðurinn gerði einhverja vitleysu og Jónsi ýjaði stuttlega að því á íslensku í hátalarann - en auðvitað skildi hljóðmaðurinn ekki hvað hann var að segja.
Ásgeir skrapp í dag til Brussel til að fara á nokkurra daga dansnámskeið og hitta vini sem þar búa. Brussel er mikil mekka í nútímadansi og reyndar stutt og ódýrt að fara þangað með lest. Ég er því einn hér heima - í hálfgerðum kulda því að íbúðin okkar er gömul og illa einangruð, ofninn er samt á fullu. Hér er einfalt gler og kalt loft kemst milli lista.
Ég hef fylgst frekar hissa með fréttum af mótmælum fyir utan lögreglustöðina. Það fólk sem ég hef heyrt í finnst mótmælin gegn handtökunni hafa gengið of langt.
Í gær fór ég á námskeið í meinafræði lungnasjúkdóma, nánar tiltekið svokallaðra interstitial lungnasjúkdóma, sem eru frekar óalgengir. Þetta var fínn kúrs, skipulagður fyrir unglækna í meinafræði. Svo fórum við Ásgeir um kvöldið í mat til Önnu Þóru og kærasta hennar James.
Annars er ekki fleira í fréttum. Ný vinnuvika hefst á morgun.
Kveðja, Pétur.
Sunday, November 23, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
hæ hæ og hó
Alltaf gaman að fylgjast með hvað Pési er að bardúsa í Amsturdammi. Sigurrós hljómar vel - engin Sigurrós í Boston :(
Ómögulegt að vera að krókna úr kulda í Amsterdam. Greinilega ekki sami hitinn í Íslendingum þar og hér í augnablikinu.
kveðjur úr kreppunni
Addý
Post a Comment