Ég var að taka til í veskinu í vikunni. Það kom mér verulega á óvart að finna þar 10 matarmiða af Landsanum, meira en ári eftir að ég flutti hingað til Hollands. Ég held að ég skelli mér bara í hádegismat á LSH þegar ég kem heim til Íslands nú um jólin.
Svo er annað merkilegt sem ég komst að nýlega. Ég var staddur á aðallestarstöðinni þegar ég sá vatngusu koma neðan úr einni lestinni niður á teinana. Mig grunaði strax hvað væri í gangi og staðfesti kenningu mína í næstu lestarferð. Klósettúrgangurinn fer beint niður á lestarteinana! Þá kom upp úr dúrnum að mælst er til þess að maður noti ekki lestarklósettin þegar lestin er stopp á lestarstöðvunum. Síðan þá hef ég séð leyfar af hægðum á teinunum inni á miðri lestarstöð. Samt er engin lykt.
Við vorum að fá nýtt sjónvarp og ný hljómflutningstæki. Leigusalinn okkar kom með þetta í dag, honum fannst þau tæki sem hér voru orðin of gömul. Þetta eru rosalega fín tæki.
Við héldum upp á þakkargjörðardaginn síðastliðinn fimmtudag og hittum vini okkar hér í Amsterdam og borðuðum kalkún. Þetta voru um 20 manns, allt útlendingar hér í Hollandi, sem hittust að frumkvæði Ali sem kemur frá Bandaríkjunum. Við Ásgeir komum með sætar kartöflur. Maturinn var frábær.
Kveðja, Pétur.
Saturday, November 29, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment