Það er lítið fjallað um ástandið á Íslandi í hollenskum fjölmiðlum þessa dagana. Einstöku greinar hafa þó birst um Icesave-málið. Þeir sem áttu pening á Icesave-reikningunum fá allt að 100.000 evrur greiddar (þar af 20.000 evrur frá Íslandi). Þeir einstaklingar sem áttu meira en 100.000 evrur voru um það bil 470 talsins. Þeir hafa stofnað félag og ætla að senda fulltrúa sinn til Íslands til að huga að þessum málum. Í gær birtist í Metró (eins konar Fréttablað) viðtal við 52 árs gamlan hjúkrunarfræðing sem átti meira en 100.000 evrur á Icesave-reikningi og lagði peninginn þar inn síðastliðið sumar. Hún er barnslaus og hafði á löngum tíma náð að nurla saman fé með því að starfa sem hjúkrunarfræðingur, taka að sér yfirvinnu og spara. Þetta var eins konar eftirlaunasjóður sem hún ætlaði að nota til að geta hætt fyrr að vinna, eiga náðugt ævikvöld og til að eiga fyrir umönnun á efri árum. Í októberbyrjun var fótunum kippt undan henni og sagðist hún aldrei hafa grátið jafnmikið og síðastliðinn mánuð. Allt í einu átti hún ekkert nema tæpar 100 evrur til að hafa í sig og á, restin var á Icesave-reikningnum. Tilfinningin væri eins og stolið hefði verið af henni og skilningur fólks á þessu væri lítill.
Aðrar sögur af Icesave-fórnarlömbum hafa einnig birst en ég ætla ekki að tíunda þær. Hvað varð eiginlega um allan þennan pening sem fór inn á Icesave-reikningana?
Annars er það að frétta að ég fékk frest til að skila inn skattskýrslunni. Annars hef ég illan bifur á hollenska skattinum. Reglurnar hér eru öðruvísi en á Íslandi. Þeir skatta t.d. líka höfuðstólinn, ekki bara vextina. Skattleysismörk eru 20.000 evrur. Þannig má búa til dæmi um einhvern sem á 100.000 evrur á vaxtalausum gíróreikningi. Þar minnkar féð árlega með skattheimtu ríkisins. Ríkið gerir ráð fyrir því að hver og einn hafi vit á því að geyma fé þannig að ávöxtun fáist.
Ég hef séð nokkur áhugaverð tilfelli á síðustu vikum í vinnunni: glomangioma, synovial chondromatosis, neuroendocrine carcinoma í smágirni, canalicular adenoma í munnvatnskirtli, extramammary Pagets disease á handarbaki, pigmented villonodular synoviitis, Spitz naevus, lentigo maligna, xanthogranulomatous pyelonephritis og pyonephrosis og aneurysma á kransæð.
Kveðja, Pétur.
Thursday, November 6, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Genial post and this fill someone in on helped me alot in my college assignement. Thank you as your information.
Post a Comment