Mer tókst að óhreinka allt eldhúsið áðan. Tók loks út úr frystinum frystar kjúklingabringur í pakka - pakka sem er búinn að vera þar heillengi. Á pakkanum stóð að setja mætti bringurnar frosnar á pönnu og steikja á hvorri hlið við meðalhita í 5 mínútur. Ég gerði það auðvitað en brá heldur betur þegar ísinn utan á bringunni bráðnaði í hvelli, fór út í heita olíuna og sprakk síðan allsvakalega þannig að vatnsblandaðir olíudropar fóru út um allt eldhús. Eyddi ég dágóðum tíma í að hreinsa upp eftir spreninguna sem virtist standa óþarflega lengi. Að lokum steikti ég svo bringurnar samkvæmt leiðbeiningunum og reyndust þær mjög góðar. Reynslunni ríkari ætla ég að gera aðeins öðruvísi þegar ég steiki hinar bringurnar úr pakkanum.
Kv Pétur.
Wednesday, February 18, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Snilldarsaga!
Post a Comment