Eða hitt þó heldur. Hef hugað í dag aðeins að ristilverkefninu. Næst á dagskrá er að skrifa grein um það hvort og með hvaða hætti ristilkrabbamein í hægri hluta ristils er öðruvísi en vinstra megin. Í sömu grein ætlum við að athuga hvort ristilkrabbamein er breytilegt eftir aldri. Hef verið með höfuðið í bleyti varðandi tölfræði og í samráði við tölfræðing er niðurstaðan sú að nota binary logistic regression. Þetta ristilverkefni hefur aukið töluvert við þekkingu mína á tölfræði sem var lítil fyrir.
Ég þarf að flytja stuttan fyrirlestur í næstu viku um forstig vissra krabbameinstegunda í eggjaleiðurum og tók með mér greinar heim til að vinna í þessu.
Eldamennskan hefur gengið betur frá síðasta slysi - gerði hina bestu súpu í kvöld, kjúklingabitar, laukur, sveppir, gulrætur og pastaskrúfur ásamt knorrdufti auðvitað. Núna varð engin olíusprenging.
Saturday, February 21, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Mer list frabaerlega a binary logistic regression!
Post a Comment