Hingað til hef ég verið í hollensku fjórum sinnum í viku frá 9-13. Þar sem ég byrja bráðum að vinna flyst ég um mánaðamótin yfir á kvöldkúrs - en þar sem þau á kvöldkúrsinum eru komin lengra en minn hópur byrja ég í kvöldkúrsinum í kvöld samhliða dagkúrsinum til að gera skiptin léttari. Þar af leiðandi verður nóg að gera. Fékk í gær einnig í hendurnar meinafræðibók á hollensku sem mér var ráðlagt að lesa til að læra meinafræðihollensku og sömuleiðis ýmsar skýrslur.
Þessa dagana skoðum við Ásgeir auglýsingar með leiguhúsnæði daglega. Það tekur sinn tíma. Erum búnir að skipta liði og skoðum hvor sínar síðurnar á netinu. Þessi vinna tekur samtals um 1-2 klst. daglega. Auk þess erum við með alla anga úti í skólanum. Úrval af íbúðum virðist þokkalegt, a.m.k. ekki slæmt, en það sem við finnum er allajafna í dýrara lagi. Ekkert hefur komið í leitirnar sem telst bæði á góðu verði og vel staðsett. Okkur langar til að búa á milli miðbæjarins og spítalans þar sem ég kem til með að vinna. Þannig verður passlega langt í báðar áttir. Það er algengt að íbúðir séu leigðar út með helstu heimilistækjum og húsgögnum en slíkt húsnæði gæti komið sér vel ef við viljum spara okkur þann tíma, kostnað og fyrirhöfn sem það kostar að koma slíku í kring. Það gæti verið hentugt núna fyrst um sinn á meðan við erum að koma okkur fyrir í vinnu, læra tungumálið og þess háttar. En aftur á móti er kannski heimilislegra að kaupa sínar eigin mublur. Húsnæði nær miðbænum er yfirleitt minna en húnæði fjær. Jæja, þarf að fara læra.
Kveðja, Pétur.
Thursday, September 20, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment