Friday, September 7, 2007

Helgin runnin upp

Já, nú er föstudagskvöld og við Ásgeir ætlum að fara í partí. Á hollenskunámskeiðinu er mjög fjölbreytilegur hópur fólks sem á lítið sameiginlegt. Það er hins vegar meira félagslíf í skólanum hans Ásgeirs og gegnum bekkjarfélaga hans höldum við nú í partí. Fékk mér símanúmer í gær en inneignin kláraðist strax og ekki er enn ljóst hvernig bæta má við hana. Elduðum indónesískan kvöldmat áðan og drukkum enn eitt kvöldið rauðvín með matnum. Ásgeir skrifaði langa færslu í gær á bloggið sem eyddist. Var ég búinn að segja frá því að við Ásgeir fórum í bíó um daginn? Sáum mjög skemmtilega mynd sem heitir Hairspray - mæli með henni eindregið!

2 comments:

Þorgeir Geztzon said...

Sælir, gaman að sjá að allt gengur vel. Endilega verið duglegir að skrifa og passið ykkur á "kaffihúsunum".

Kv. Geiri

Anonymous said...

Hæ elskurnar mínar!

Til hamingju með nýju síðuna. Gott að heyra að námið sækist vel :) og strax komnir í hollenska partý-fílinginn heyri ég ;)

Kv.
Sigurdís