Monday, September 17, 2007

Mánudagur

Þegar við komum í skólann í morgun var sú múslimska hvergi sjáanleg - hún hefur ekki fengið að vera áfram. Í staðinn er hins vegar komin japönsk stelpa sem virðist kunna eitthvað í hollensku. Múslimarnir í bekknum fasta þessa dagana því að Ramadan, mánaðarlangt tímabil var að byrja. Reyndar fylgja þeir þessu misvel - sumir ekki en einn borðar aðeins einu sinni á dag. Skrapp eftir skóla í dag á dæmigerðan fund í meinafræðinni. Þessir fundir eru yfirleitt í hádeginu eða milli fjögur og fimm en þá hittast klínískir læknar og meinafræðingar og farið er yfir innsend sýni. Ég fór á meltingarfundinn. Ég mætti til þess að læra eitthvað í læknisfræðihollensku. Þó að læknisfræðin hér sem annars staðar sé full af slettum úr latínu skildi ég kannski um 20-30% af því sem var sagt. Þó að hollenskunámskeiðið gangi vel er ég samt orðinn spenntur fyrir því að byrja að vinna.
Það var hálfglatað þegar ég keypti mér kaffibolla í dag á hollensku (að ég hélt) og sagði: "Een kopje Koffie, alstublieft." Og hollenska stelpan svaraði á ensku: "One cup of coffee?"
Í kvöld elduðum við Ásgeir góðan indverskan mat. Nú erum við búnir að vera hér saman í um tvær vikur og það var kominn tími á að ég stæði við þær fyrirætlanir mínar að elda nýjan rétt á tveggja vikna fresti. Þetta reyndist góður matur - Satay-súpa nánar tiltekið. Því miður er niðurfallið enn stíflað. Hef ekkert heyrt í eigandanum sem er á bakpokaferðalagi í Tælandi.
Fórum m.a. í hjólatúr í gær í Amsterdamse Bos en það er stór skógur í nágrenni við heimili okkar. Það var mjög notalegt. Þegar ekki rignir og sólin skín er hið ágætasta veður. Borðuðum er heim var komið pönnukökur.
Kveðja, Pétur.

3 comments:

Unknown said...

Ég er ósammála þér, Bos er ekki svo stór.

Anonymous said...

Sælir Amsterdamgaurar!
Ánægjulegt að sjá mjög svo nákvæmar færslur um daglegt líf í Hollandi. Hef alltaf haft sérlegar mætur á Hollendingum og Hollandi...sem á sér víst upphaf í hollensku Eurovisjón-fetishi frá unga aldri;) Hélt reyndar að tungumálið væri algjörlega út úr kú en það má skilja þetta, amk var stíllinn þinn, Pétur, mjög skiljanlegur...
Tvær spekúlasjónir:
a. Meneer.... Þar sem þú spáir greinilega í uppruna orða, var ég að velta því fyrir mér hvort þetta orð væri = Herra minn/ Mein Herr???
b. Dobbla Mr.Muscle ráðleggingar. Svínvirkar.
Yfirogút
Addý

Í Amsturdammi said...

Já, hafdi ekki paelt í meneer, en jú, er sennilega afbokun á "mijnheer" sem er líka til.