Thursday, September 20, 2007

Frétt á mbl.is um breytingar í Amsterdam

þessa frétt áðan um Amsterdam.

Annars má nefna að sums staðar þar sem maður fer um borgina má finna hasslykt. Fólk á gangi með jónur í munnvikunum og þokukennt til augnanna.

Á morgun er partý hjá bandarísku bekkjarsystur Péturs úr hollenskunáminu. Af hollenskunni er hins vegar allt gott að frétta. Við erum farnir að geta myndað nokkuð flóknar setningar og kunnum alla litina. Þetta er allt að koma, sannið þið til. Um jólin verðum við sjálfsagt altalandi á nederlands.

Framfarir í húsnæðismálum!
Á laugardaginn erum við búnir að mæla okkur mót við mann sem vill leigja út íbúðina sína frá 1. janúar n.k. Þessi íbúð er í fínu hverfi og lítur ágætlega út. Þið getið kíkt á hana hérna og sagt okkur hvað ykkur finnst. Hún er í dýrari kantinum en þó mubleruð.

Í dag lauk fyrsta námskeiðinu í danssmíðum. Mér finnst ég hafa lært heilmikið á mjög stuttum tíma. Fyrir þá sem ekki vita þá er ég skiptinemi í Listaháskólanum í Amsterdam á danssmíðabraut. Á þessu fyrsta námskeiði var lögð mikil áhersla á að framleiða sem mest efni á sem minnstum tíma. Þar af leiðandi gafst manni ekki tími til þess að vera of gagnrýninn í sjálfu sköpunarferlinu. Þetta var mjög fínt fyrir mig því oft hættir mér til að festast í einhverjum óþarfa efasemdum og það hægir svo á ferlinu hjá mér. Þegar maður leyfir sér að skapa það sem hendi er næst getur maður oft fengið út stórmerkilega hluti. Sumt fínt og sumt slakt. En efnið er þó til staðar og hægt er að byrja að vinna úr því.

Klukkan er orðin margt og við strákarnir þurfum að vakna snemma í fyrramálið til þess að fara í skólann.

Tot ziens,
Ásgeir

ps. vaskurinn er ennþá stíflaður

1 comment:

Unknown said...

Mér líst vel á þessa íbúð. Mömmu líst líka vel á hana, sérstaklega hversu snyrtileg hún er. Við erum bæði viss um að Pétur kunni að meta það ef við þekkjum hann rétt.

Ég mæli samt ekki með því að leigja þennan bíl sem fylgir íbúðinni. Það er örugglega öruggara að ferðast um á hjóli en þessari dollu.

Ásgeir sagði:
"Þar af leiðandi gafst manni ekki tími til þess að vera of gagnrýninn í sjálfu sköpunarferlinu. Þetta var mjög fínt fyrir mig því oft hættir mér til að festast í einhverjum óþarfa efasemdum og það hægir svo á ferlinu hjá mér. Þegar maður leyfir sér að skapa það sem hendi er næst getur maður oft fengið út stórmerkilega hluti. Sumt fínt og sumt slakt."

Það er mikið til í þessu sem þú sagðir að ofan Ásgeir. Ég hef tekið eftir því sjálfur við það að semja raftónlist að sjálfs gagnrýni getur oft hindrað sköpunargáfuna. Maður skapar oft margt slakt þegar maður er ekki sérstaklega gagnrýninn á sjálfan sig en inn á milli kemur af og til þessi snilld sem maður hefði annars ekki skapað. Bestu hlutirnir gerast oft þegar maður sleppir sér lausum, það er mín reynsla allavegana.