Tuesday, September 4, 2007

Var að koma úr matvörubúðinni. Sú sem er næst okkur Ásgeiri er eins konar Hagkaupsverslun. Úrvalið er mjög mikið (ég fæ vatn í munninn þegar ég hugsa um alla ostana) og verðið virðist ágætt.
Hollenskunámið sækist vel. Allir virðast geta talað ensku hér. Ein á námskeiðinu er frá Spáni og hún hefur búið í Hollandi í sjö ár. Hún sagðist hafa skráð sig á námskeiðið því að kunnáttuleysið í hollensku var orðið vandræðalegt. Við erum með ýmsa kennara og þeir eru allir ágætir. Ætlast er til töluverðs heimalærdóms.
Það er tvennt sem háir okkur Ásgeiri, annars vegar að við erum ekki komnir með símanúmer og hins vegar að okkur vantar enn hjól. Úr því verður ráðið á morgun, m.a. með því að fá sér hollenska kennitölu.

3 comments:

Gummi Kr said...

Ha ha ! Kona frá Spáni í Hollandi, allt er nú til

Mamma said...

Hæ og til hamingju með vefinn! Eins gott að það er hægt að fylgjast með brasinu í ykkur :)
Þetta hljómar allt mjög vel...veit alveg hvernig tilfinning það er að vera í nýju landi áður en maður er kominn með helstu nauðsynjar...þetta verður æði þegar hlutirnir komast á hreint!
Svo segi ég nú bara, nammi namm Body-Lotion :)

Æ æ, er síðan Blogger nafnið mitt bara "mamma"....frekar vandræðalegt.

Kveðja,
Steinunn

Í Amsturdammi said...

Hæ, Steinunn. Ég hélt fyrst að mamma hefði skrifað þetta.

Já, Gummi, spænsk kona - bilað!