Sunday, September 9, 2007

Lengi á leiðinni heim

Við Ásgeir erum komnir með eitt hjól. Fórum í gær inn í miðbæ og borðudum á mjög skemmtilegum japönskum veitingastað þar sem maturinn var eldaður fyrir framan okkur – mikil skemmtun. Thað var orðið dimmt þegar við héldum heim. Annar okkar sat á böglabera en hinn hjólaði. Við vorum með kort og fórum til að byrja með rétta leið en beygðum á vitlausum stað og vorum komnir langt úr leið þegar við áttuðum okkur á því, stefndum á vafasamt hverfi. Urðum að hjóla til baka og vorum á endanum tvær klukkustundir að komast heim. Það er auðvelt að villast hér í borginni. Göturnar eru margar hverjar bogalaga, sem ruglar mann í ríminu þannig að það er auðveldlega hægt að fara óafvitandi í hring.

Í hollensku er sérstakur bókstafur, það er ypsilon með tveimur kommum. Þessi stafur er notaður í handskrift en ekki prentletri þar sem í staðinn er ritað “ij”. Þegar þessi bókstafur er í upphafi orða, t.d. í orðinu Ísland eru bæði i og j í prentletri hafðir stórir, t.d. IJsland. Spes!
Fyrir þá sem hafa gaman að tungumálum er hér leiðréttur stíll frá mér:

Ik heet Pétur en ik ben dertig jaar. Ik ben IJslander. Mijn achternaam is Snaebjörnsson. Mijn geboorteplaats is in Reykjavík en mijn geboortedatum is 26 mei negentienhonderdzevenenzeventig. Ik woon nu zes dagen in Amsterdam. Ik woon in de Van Nijenrodeweg 708. Mijn postcode is 1082 JD. Ik heb geen Amsterdams telefoonnummer. Ik ben arts-assistent in opleiding. Ik werk in het Vrije Universiteit Medisch Centrum, op de afdeling pathologie, vanaf 1 oktober, maar nu studeer ik Nederlands. Mijn man heet Ásgeir. Zijn achternam is Magnússon. Hij studeert dans aan de Amsterdamse Hogeschool voor de Kunsten. Hij is vijfentwintig jaar.

1 comment:

Gulli said...

Þið drepið mig strákar, það er allt að gerast. Bæði í hollensku og hollenskum götum. Ekki gleyma að finna íbúð með aukaherbergi handa mér.

G