Monday, September 10, 2007

Hollenska o. fl.

Hollenskunámið heldur áfram. Hafið þið tekið eftir þessu:

Dutch (á ensku) = hollenskur, hollenska.
Duits (á hollensku) = þýska.
Deutsch (á þýsku) = þýska; Deutschland (á þýsku) = Þýskaland.

Sem skýringu á þessu fann ég þennan texta á Wikipedia: "Frumgermanska orðið *theodisk („fólksins“ eða „tungumál fólksins“, andstætt opinberu eða vísindamáli, sem var latína, síðar franska) hefur í nútímaþýsku orðið að deutsch („þýskur“). Í hollensku hefur það þróast í tvö form: duits („þýskur“) og diets (þýddi u.þ.b. niðurlenskur/hollenskur, en er fallið úr almennri notkun). Enska orðið Dutch er af sama uppruna og merkti fyrst „þýskur“ (náði þá yfir öll málsvæði há- og lágþýskra mála, m.a. hollensku, s.s. allt Þýskaland, Holland, Belgíu, Austurríki, Sviss, o.s.frv.), en fór í byrjun 17. aldar að merkja einungis „hollenskur“ eða „hollenska“."
http://is.wikipedia.org/wiki/Hollenska

Annars er allt gott að frétta. Hér hefur verið skýjað og fremur hráslagalegt. Laufin eru lítillega byrjuð að gulna. Samt er ekki beinlínis orðið kalt og hægt að fara um á peysu. Keypti mér notað hjól í dag á 150 evrur og mjög massífan lás á 30 evrur. Hjólið er bara ágætt. Hér í grenndinni eru nokkrar líkamsræktarstöðvar en engin er jafngóð og Laugar, kemur svo sem ekki á óvart. Ætla í prufutíma á næstu dögum. Í stóru matvörubúðinni er enga kotasælu að finna, ótrúlegt en satt. Svo ætti að vera hægt að kaupa skyr hérna. Ég væri til í að fá mér skyr núna.

2 comments:

Anonymous said...

Hæ hæ Pétur
Gaman að fylgjast með ævintýrum ykkar Ásgeirs hér á síðunni.
Þú hefur ekki farið í skyrútflutning í þessari ferð eins og í Barcelona forðum. Mannstu þegar þú dróst upp skyrið á ströndinni. hlæ enn þá að því
kv
Kolla

Anonymous said...

NERD ALERT!!!!

Kærar kveðjur frá Íslandi,

Óskar