Sunday, September 2, 2007

Fyrsta færsla

Kom til Amsturdamms í gær. Leigusalarnir, þau Jeroen og Mélanie, ásamt Ásgeiri komu á bíl á flugvöllinn og sóttu mig. Íbúðin er í grennd við háskólann (10 mín. göngufjarlægð) þar sem ég verð í hollenskunámi fyrsta mánuðinn og spítalinn er þar við hliðina. Hér er skýjað en hlýtt þannig að við Ásgeir göngum um á stuttermabolum.
Íbúðin er í blokk á sjöttu hæð. Hún er um 40 fermetrar. Hér býr margt gamalt fólk og við höfum bara rekist á aldnar dömur sem flakka um stigahúsið hægum skrefum. Í lyftunni er sterk "body lotion" lykt. Hverfið er rólegt og út um gluggana sjást bara stór tré. Af og til fljúga þotur framhjá á leið til flugvallarins, ég sá spítalann úr flugvélinni.
Þau Jeroen og Mélanie eru mjög indæl og skemmtileg. Hann er nýútskrifaður skurðhjúkrunarfræðingur en hún vinnur á skrifstofu. Þau ætla á bakpokaferðalag um Tæland en við Ásgeir leigjum íbúðina á meðan. Hér er allt til alls, húsgögn og heimilistæki, sem kemur sér vel því að við tókum bara ferðatöskur með, mín var tæp 28 kg og handfarangur 15 kg. Millilenti í Kaupmannahöfn og var ánægður með að borga bara 3500 krónur í yfirvigt hjá Transavia. Í íbúðinni er eins konar nýlendustíll, ofin teppi og dökkar mublur sem minna á Austurlönd svo ekki sé minnst á Búddalíkneski. Drukkum í gærkveldi rauðvín á svölunum og lærðum hollensku í dag. Nú ætlum við Ásgeir að skreppa út í bíó.

6 comments:

Egill said...

"Drukkum í gærkveldi rauðvín á svölunum og lærðum hollensku í dag."

vá, ég hélt að það tæki aðeins lengri tíma,.... jæja, hvað er ég að segja núna: welke film u lette op? (fyrir þá sem eru að velta því fyrir sér þá kann ég í alvöru hollensku...ehemm.. og er ekki að nota þýðingarforrit eins og dictionary.reference.com/translate ...alveg satt)

mamma said...

hæ hæ gaman að heyra frá ykkur
það er nú betra að hafa bodylotionlykt en svitalykt eða einhverja aðra vonda lykt
með kv. úr grenjandi rigningu

Johann Pall said...

Sæll og til hamingju með síðuna og íbúðina.

Við Álfheiður erum búin að vera duglega að túra Evrópu í sumar og gista inni á vinum og kunningjum. Er ekki örugglega pláss fyrir tvo í gistingu í fermetrunum 40. :)

Kv. Jóhann Páll

Magga said...

Frábært að þið séuð komin með blogg. Mun fylgjast reglulega með ykkur ...
kv.
Magga Stina

Viggó og Víóletta said...

Frábært.
mjög hnitmiðuð og greinagóð færsla;) Gaman að lesa. hlakka til að heyra meira. Knús. B

Í Amsturdammi said...

Jú, hollenskunám tekur aðeins lengri tíma en dagstund. Það er nóg pláss í fermetrunum 40.

welke film u lette op?
Hvaða mynd sástu?