Thursday, September 6, 2007

Skóli og skráning

Hollenskunámið sækist ágætlega. Gat keypt brauð í dag - á hollensku auðvitað. Á námskeiðinu er kumpánlegur stærðfræðingur frá Íran. Hann talar örlitla ensku og á í mestu vandræðum með hollenskuna. Segist kvíða strax fyrir prófinu eftir nokkrar vikur og er greinilega á eftir áætlun þrátt fyrir að læra fimm klst. á dag.
Fór eftir skóla á bæjarskrifstofuna til að skrá mig og fá kennitölu. Ég hafði pantað tíma daginn áður og mætti tímanlega. Þarna voru alls kyns útlendingar og um 20 afgreiðsluklefar. Skráningin gekk eins og í sögu en nú þarf ég næst að fá tíma hjá útlendingaeftirlitinu (til að fá einhvern stimpil) og skattinum (til að fá kennitöluna langþráðu).
Ritararnir á spítalanum eru duglegir að hræða mig hvað varðar húsnæðismál. Nú búum við Ásgeir í mjög fínni íbúð í nýlegu húsi utarlega í Amsterdam - en við missum hana eftir rúma þrjá mánuði. Hér virðast mestmegnis vera hollendingar en strax og komið er nær miðbænum verður umhverfið fjölþjóðlegra og byggð þéttari. Í samanburði við Kaupmannahöfn er byggðin þó á heildina litið gisnari og lágreistari. Tot ziens.

2 comments:

Anonymous said...

Hæ Pétur og Ásgeir

Takk fyrir kveðjuna, gaman að heyra hvernig gengur í náminu. Er ekki skrítið að læra tungumál eftir öll þessi ár í læknisfræðinni?

Kv Dögg

Í Amsturdammi said...

Jú, Dögg en það er samt eitthvað svo stutt síðan maður var í MR.