Wednesday, September 12, 2007

Skriffinska og próf

Á morgun er hollenskupróf - þá fáum við nemendurnir að vita hvort við megum halda áfram á kúrsinum. Ætti að vera að læra en varð að blása aðeins vegna skriffinskunnar við fá lækningaleyfið skráð. Þau vilja alls konar skjöl, upprunaleg og þýðingar, og nýjasta nýtt er að vilja fá lækningaleyfið mit frá 2005 þýtt í heild sinni á ensku - en athugið, neðst á skjalinu er nokkurn veginn sambærilegur enskur texti sem dugar ekki. Mér finnst þetta vera algjör óþarfi auk þess sem þau eru með nýlegt vottorð útgefið á ensku um að ég hafi fengið lækningaleyfi 2005. Þar að auki gerðu þau athugasemd við að upprunalega skjalið væri á þunnum og ótrúverðugum pappír. En jæja, þetta verður víst að hafa sinn gang. Ég verð þá að setja löggiltan þýðanda í málið.
Hér gengur annars allt sinn vanagang. Erum byrjaðir að skoða húsnæðisauglýsingar. Ekki er um auðugan garð að gresja en samt þó eitthvert úrval.
Skoðaði einnig tónleikadagskrána í Het Concertgebouw, aðaltónleikahúsinu hér í Amsturdammi. Þar er mjög mikið af áhugaverðum tónleikum og ég ætla að vera duglegri að fara á tónleika en heima á Íslandi.

1 comment:

Anonymous said...

úfff, þetta lætur skriffinnskuna hér í BNA bara hljóma eins og barnaleik.